Skoða efni

Fljúgðu út með PLAY yfir páskana

Skoðaðu ævintýralegt úrval áfangastaða sem við fljúgum til yfir páskana og nýttu þessa frábæru frídaga til fulls í ævintýralegu umhverfi, dásamlegu loftslagi og spennandi stórborgum.

Þessi sérstaka borg á suðausturströnd Spánar er verðugur áfangastaður fyrir alla ferðalanga. Alicante er best þekkt fyrir sólríkar strendur og hressandi næturlíf en höfum það á hreinu að borgin er mun fjölbreyttari en flesta grunar.

Steinlögð stræti, dramatísk saga, einstakur arkitektúr, mögnuð myndlist og kynlegur karakter fyrir alla peningana. Við erum að sjálfsögðu að tala um áfangastaðinn Amsterdam.

Dreymir þig um frí á sólríkri strönd í borg sem er svo sneisafull af sögu og menningu að það er óhjákvæmilegt að snúa aftur og líklega aftur og aftur? Þá er strandborgin Antalya á suðurströnd Tyrklands eitthvað fyrir þig.

Baltimore er stórborg á austurströnd Bandaríkjanna en þar búa 600.000 manns í fallegri hafnarborg sem heimamenn kalla Sjarmaborgina. Ef alvöru Ameríka með einstökum karakter höfðar til þín, er Baltimore áfangastaður fyrir þig.

Ef hugmyndin er að finna fjölbreyttan áfangastað komast fáar borgir með tærnar þar sem Barcelona hefur hælana. Þessi sólríka stórborg á austurströnd Spánar er evrópsk nútímaborg með sögulegum djásnum og dásamlegum baðströndum.

Verið velkomin til Berlínar, borgar sem er svo stappfull af sögu og menningu að hún er eins og risastór skemmtigarður fyrir lengra komna. Þetta er rétta borgin til að ráfa um, borða eitthvað skrítið og gómsætt, versla eitthvað litríkt og upplifa eitthvað glænýtt.

Borgin Billund í Danmörku er líklega efst á óskalista barna á öllum aldri. Hvort sem þú ert að leita að hárréttum áfangastað fyrir næsta fjölskyldufrí eða æðislegri helgarferð fyrir vinahópinn er Billund frábær staður að vera á.

Boston er gamaldags sjarmör sem kann að meta fágaða nálgun á lífið en ef þig langar bara í kaldan bjór og geggjaða pítsu í afslöppuðum félagsskap lifir sá draumur líka góðu lífi í Boston.

Höfuðborg og stærsta borg Írlands er sjarmerandi og vinalegur staður fullur af áhugaverðri sögu og líflegri menningu. En Dublin er líka talin ein fallegasta borg heims með gullfallegar göngugötur, steini lögð stræti og sögufrægar byggingar.

Portúgalska perlan Faro býður ferðamönnum upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu hvort sem fólk hefur áhuga á sögu, náttúrufegurð eða vill einfaldlega bara láta hrollinn líða úr sér á gullfallegri strönd.

Fuerteventura, ein af spænsku Kanaríeyjunum, er tilvalinn áfangastaður til að stranda á. Þessi töfrandi Kanaríeyja státar af gullfallegri strandlengju og tærum sjó en hér þykja aðstæður til útivistar fyrsta flokks.

„Kanarí“ eins og Íslendingar kalla hana oftast er ekki stór eyja en hér er að finna óviðjafnanlega náttúrufegurð og fjölbreytta áfangastaði, þ.m.t. Las Palmas, höfuðborg Kanaríeyja en meira að segja borginni fylgir stórfengleg strandlengja.

Höfuðborg Danmerkur er svo sneisafull af óviðjafnanlegum ævintýrasjarma að leitun er að öðru eins. Gott frí í Kaupmannahöfn ætti að vera bæði afslappað og hressandi í þessari fallegu útgáfu af nostalgískri dúkkuhúsaborg.

Verið velkomin til frægustu hafnarborgar Englands og sögulegrar tengingar þjóðarinnar við umheiminn. Röltu bara inn á næstu krá, spjallaðu við vinalega heimamenn og leyfðu ljúfu Liverpool að töfra þig upp úr fótboltaskónum.

Í Lissabon má finna lifandi listasenu og framsækna matargerð þar sem allt er í boði, svo lengi sem það bragðast vel. Strandlengja borgarinnar rammar inn bæði Atlantshafið og þessa unaðslegu upplifun fyrir öll skynfærin.

London, höfuðborg Englands, er ekki bara evrópsk menningar- og fjármálaborg. Þetta er hin eiginlega stórborg, þungamiðja mannlífs og menningar. Ekki láta ímyndunaraflið halda aftur af þér því það er fátt sem ekki má finna, sjá, upplifa og kaupa í London.  

Skelltu þér í sólina sem lifir allt árið um kring á Madeira, sjáðu stórkostlegt landslagið, prófaðu fyrsta flokks vín og njóttu hlýrrar portúgalskrar gestrisni á þessari heittempruðu paradísareyju.

Höfuðborg og stærsta borg Spánar með nærri 3,5 milljónir íbúa er sannkölluð paradís af sólskini, menningu, arkitektúr, listum og meiri matardýrð en meðaljón getur ímyndað sér. Ekki missa af því allra besta í Madríd.

Malaga er ekki bara sólríkasti borg Spánar heldur einnig ein af elstu borgum Evrópu en hér er veðráttan dýrðleg, útsýnið magnað og kjöraðstæður til að lifa í vellystingum.

Marrakesh er dáleiðandi blanda af gamaldags dulúð og nútímalegum krafti, sem hvetur gesti til að kanna völundarhús hennar, iðandi souk-markaði, spennandi handverk og glæsilega byggingarlist.

Allir þekkja Stóra eplið, borgina sem aldrei sefur, New York, líklega ein líflegasta borg í heimi og Mekka allra heimsborgara með sjálfsvirðingu. Hvert einasta götuhorn minnir á atriði úr bíómynd og fólk sem heimsækir Manhattan í fyrsta sinn finnst hún oft furðulega kunnugleg.

Fyrir heimsborgara á ferð og flugi jafnast enginn staður á við París. Þetta er líklega heimsins vinsælasti áfangastaður og með réttu. Frí í París er líkt og að vera ferðamaður í yndislegum draumi og það er þessi draumkennda stemning sem lifir góðu lífi löngu eftir að heim er komið.

Porto þykir ein fallegasta borg Evrópu enda státa framhliðar húsanna í elsta hluta borgarinnar gullfallegum azulejo-flísum í bláu og hvítu og áin Douro lykkjast um litríkar göturnar. Smakkaðu allt og verslaðu meira fyrir miklu minna.

Fáar borgir hafa jafndjúpstæð áhrif á gesti sína eins og Prag, fegurðardrottning Evrópu og höfuðborg Tékklands. Prag er borg fyrir fagurkerann, sögunördið, listaspíruna og heimsborgann.

Ævintýralegar strendur og náttúrufegurð strandborgarinnar Split lætur engan ósnortinn. Ef Króatía er draumurinn þá er Split sannarlega staðurinn.

Má bjóða þér frí í sólinni á eyju rétt utan við strendur Afríku þar sem sólin skín nánast alla daga á strendur og sumardvalarstaði með fallegum klettum og fjalllendi í bakgrunni? Þá er Tenerife alltaf góð hugmynd.

Verið velkomin til Vilníus, litríkrar höfuðborgar Litháen sem þykir sannkallaður gimsteinn í Eystrasaltslöndunum. Vilníus býður gestum upp á ógleymanlega upplifun, ný ævintýri, þægilega stemningu og allt þar á milli.

Hvað er að frétta?

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og þú missir aldrei af bestu tilboðunum, nýjustu áfangastöðunum og fleiri skemmtilegum fréttum. Þú hefur engu að tapa!