Flug til Washington á lægsta verði með PLAY

Vinsæl flug til Washington

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Vinsæl ódýr flug til Washington

kr.
Vinsamlega notaðu leitarvélina efst á síðunni til að finna flug

*Verð eru fyrir aðra leið þegar bókað er flug fram og til baka. Birt verð voru í boði síðastliðnar 48 klukkustundir og gætu verið uppseld við bókun. Viðbótargjöld og gjöld fyrir valfrjálsar vörur og þjónustu gætu átt við.

Ódýrt flug til Washington

Ferðast til Washington

Ódýrt flug til Washington DC

Minnisvarðar og stórfenglegar sjálfsmyndir

Verið velkomin til Washington, D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna. Þessi magnaða borg státar af einhverjum frægustu minnisvörðum seinni tíma, s.s. Washington-minnismerkið, Lincoln -minnisvarðinn, óteljandi minnisvarðar um stríð Bandaríkjanna og fleiri kunnuglegir tökustaðir úr sjónvarpi og kvikmyndum en hægt er að hafa tölu á. Hvergi er gömul og ný saga Bandaríkjamanna jafnlifandi og í Washington, D.C. og héðan fer enginn ósnortinn.

Þegar Instagram-reikningurinn er farinn að fyllast af stórfenglegum sjálfsmyndum fyrir framan helstu áfangastaði Washington; við fætur Abraham Lincoln, fyrir framan Reflecting Pool-tjörnina á milli Lincoln-minnisvarðans og risastóru súlunnar í Washington-minnismerkinu, fyrir framan Hvíta húsið og við þrepin á þinghúsi Bandaríkjanna, má njóta dagsins (eða jafnvel vikunnar) í ævintýralega stóru Smithsonian-safninu. Það er síðan vel þess virði að skoða alla þessa stóru minnisvarða aftur að kvöldi til þegar þeir eru upplýstir í allri sinni dýrð.

Sjarmerandi garðar og sögufræg hverfi

Frá Hvíta húsinu er gaman að halda vestur yfir í sögufræga hverfið Foggy Bottom. Þetta er eitt elsta hverfi Washington, D.C., en það var byggt upp á 18. og 19. öld. Göngutúr í Foggy Bottom er frábær skemmtun en það er bónus að hafa augun opin fyrir frægum og alræmdum stöðum eins og Watergate-byggingunni, Kennedy Center og fjölmörgum stórbrotnum sendiráðum.

Vantar þig gistingu?

Skoðaðu úrval gistimöguleika á frábæru verði á þínum áfangastað.

Afþreying í Washington D.C.